Sunday, February 26, 2006

Fitness matseðill


Var beðin um sýnishorn af fitness "kött" matseðli, hérna er t.d smá dæmi:

Morgunmatur:
Hafragrautur
Próteinshake
Fitnessbrauð (fæst t.d í bakaríinu fyrir neðan Bónus á Smiðjuvegi, og svo í bakaríi í Auðbrekku minnir mig, hvorutveggja í Kópavogi) m/fitusnauðu áleggi (kjúkl.álegg t.d) og grænmeti, max 2 sneiðar.


Hádegismatur og kvöldmatur:
Kjúklingabringa/kalkúnabringa/fiskur/magurt kjöt (naut) (feitur fiskur (lax) OK 1-2x í viku)
M/ hrísgrjónum (ef þú borðar í hádeginu) og grænmeti (á kvöldin)
Ommeletta (8-10 eggjahvítur, mátt sulla hverju sem þér dettur í hug útí, nota t.d stundum grænmeti. Bragðbæti svo með oggupons bbq sósu
Mátt nota salsasósu, bbq og tómatsósu (framan af, tekið út þegar nær dregur móti. En bbq og tómats. þó í hófi)
(sama val í kvöldmat, getur skipt út annarri máltíðinni fyrir shake)

Millimáltíðir:
Próteinshake
Narta í grænmeti t.d rófur eða gulrætur
Salt og fitulaust popp (poppar sjálf/ur maís)
Próteinbar (tékka sykurinnihald!) helst low carb (carb sense)
Hrökkbrauð (t.d Burger, sem er lasut við sykur og ger) m/skynsamlegu áleggi (kotasæla í lagi fram að síðustu 3-4 vikunu,)
Hrískökur
Haframjöl, gróft
Ommeletta eins og að ofan
Mátt borða eins mikið af grænmeti og þú vilt


Svo er mjög gott að eiga hreint prótein til að taka á kvöldin (fyrir háttinn), og svo myndi ég taka 1 teskeið af hörfræolíu 2x á dag, það hjálpar til við að brenna fitu og húðinni að skreppa saman;o) (ég set olíuna alltaf útí sjeikinn minn, hún er alveg bragðlaus)

Vona að þetta hjálpi, svo er rosa gott að nota http://www.hot.is/ til að skrá niður og fylgjast með hlutföllum og næringargildi. Ágætt að miða við 40% kolv., 40% prót. og 20% fita.

Hafið samt í huga, ég er t.d mjög viðkvæm fyrir miklu próteináti, líður ekki vel af því þannig að það þarf að fylgjast með hvernig manni líður og þá prófa jafnvel að breyta hlutföllum og/eða skipta út fæðutegundum.

Good luck;o)

Sunday, February 19, 2006

19.feb

kl.08:30, skokkaði mjöööög rólega í 45 mín (390 he)
kl.09:45, 1 herbo bar
(vinna á sambýlinu frá kl.10:00-20:00)
kl.10:45, 1 epli

18.feb

kl.8:30, sama hafragrautssull og usual
kl.10:30, 1 herbo bar
kl.11:00, skokkaði í 30 mín. og lyfti oggupona (413 he)
kl.13:00 Gillian hemp seed bar
(var að vinna á smbýlinu frá kl.14-23)
kl.15:00, 1 vaffla m/lítið af sultu og enn minna af jurtaþeytirjóma)
kl.17:30, hamborgari, franskar og coke light á American style
kl.20-22:00 bland í poka fyrir 200 kall
kl.21:00 ein skál af vanilluís

Friday, February 17, 2006

17.feb

kl.05:30, hafragrautur m/kanil, hunangi, fjölkornablöndu, nokkrum rúslum og soyjamjólk
kl.08:30, 1/2 risaspeltkex (minna mál) og 1/2 poki af babygulrótum, dýfði í 10% sýrðan rjóma m/knorr grasog hvítlaukskryddi
kl.11:30, 1 snúður (föstudagur = snúðadagur;oþ) og 1 herbalifebar (til að fá smá prótein inn í máltíðina)
kl.14:30, illt í mallanum og lystarlaus eftir helv... snúðinn:-/ fékk mér 200ml af rís/vanillu"mjólk" úr Maður lifandi...
kl.15:30, 1 lítil tortill m/smá salsasósu og 2 soyjaostsneiðum
kl.16:30, 70 gr. speltpasta með oggupons tómatsósu
kl.20:30, kjúllasalat á American style (- brauðteningar), og ca. 1/2 dós coke light
kl.21:30-22:30, smá af fríhafnarnamminu hans Sveins Inga, alls ekki mikið, en hefði samt kannski átt að sleppa því:-/ æ fokk it, mar má alveg vera ófullkominn;oþ

Thursday, February 16, 2006

16.feb

kl.05:30, hafragrautur með sama sulli og usual, (tók 1 stk. acidophilus, 2 stk trefjatöflur, 1stk 500 mg C-vítamín, 1 stk eco green multi vit, 1 stk Astazan)
kl.08:30, Gillian McKeith hemp seed bar
kl.11:30, 1 epli
kl.13:45, BBQ serrano, með auka kjúklingi og mjöööög litlum sýrðum rjóma og nachosi, tók 2 stk trefjatöflur, 1 eco green multi vit, 1 acidophilus
kl.16:30, herbalife vanillubar (aargh! jæja 1 stk. á dag er alveg í lagi..! ;oþ), (tók 1 stk E-vít, 1 stk D-vít, 2 stk kalk og magnesíum, 2 glucosamine og chondroitin)
kl.19:15, vanilluhörbósjeik (bætti við aðeins af hreinu eggja-og mysupróteini) m/banana og frosnum berjum
kl.21:15, 1 lúka hnetur,fræ og rúsínur, gulrótarsafi úr 1/2 poka af babygulrótum + 1 tsk klórófýl og 1 tsk hörfræolía

Wednesday, February 15, 2006

bara tuð...

Dísús, veit ekki alveg hvernig ég á að meika æfingaleysið næstu daga:-/ verð þá að vera extra ströng í mataræðinu! Oh gerði svo líka veðmál við Tracie, ætlum ekki að vigta okkur í mánuð, eða ekki fyrr en 17.mars! Kræst, veit ekki hvernig það mun ganga. Verð samt að gera það, maður sveiflast óhjákvæmilega milli daga og ég nenni ekki að vera að pirra mig á því, verður gaman að sjá útkomuna eftir mánuð, var að spá í hvort ég ætti að setja kílóatölurnar hér inn, eeeen ég held ég sleppi því. Uppsker alltaf svo mikið tuð..! Æ annars hef ég ekkert að segja, ætla samt að vera með æfinga-og mataræðispælingar hér, halda því alveg aðskildu frá hinu blogginu.

Jæja, farin að fá mér kvöldeplið mitt;oþ

15.feb

Síðasta æfingin í 1-2 vikur, er að fara í fæðingablettatöku og þá má mar ekkert æfa:-/

kl.05:30, 1 tsk glútamín, 1 stk. acidophilus, hafragrautur m/kanil, hunangi, fjölkornablöndu og soyjamjólk
kl.07:00 lyfti fætur, ekki erfið æfing, mikið af sjúkraþjálfunar- og jafnvægisæfingum (280 he) sötraði hörbó te á meðan...
kl.08:15 1 hörbó vanillubar (!)
kl.10:15, gróft haframjöl m/diet swiss miss og soyjamjólk
kl.13:00, 1 hörbóbar (aftur! ansans:-/)
kl.18:00, smá þorramatur, bara oggupons! og 1/2 poki babygulrætur, dýfði oní 10% sýrðan rjóma sem ég var búin að blanda saman við Knorr gras-og hvítlaukskryddi, ógó gott!
kl.20:00, 1 biti hákarl, 1 minna mál kex (soldið stórt, e-ð nýtt speltdæmi) og dýfði því oní sýrða rjómann, 1 sun lolly
kl.21:30, 1 hörbóvanillubar! (ég á bágt!! langaði samt svo geðveikt í nammi, þetta bjargaði mér pínu!)
kl.22:15, 1 epli, 1 tsk. klórófýl dótið og 1 tsk. glútamín

Tuesday, February 14, 2006

14.feb

kl.05:30, hafragrautur m/kanil, hunangi, fjölkornablöndu og hörfræolíu
kl.07:30, lyfti bak og brjóst (sötraði hörbó te) (188 he)
kl.09:00, 1 vanilluhörbóbar
kl.11:30, gróft haframjöl m/soyjamjólk og diet swiss miss (borða bara kalt)
kl.14:15, lítill heilsuréttur á Nings (brún hrísgrj., kjúkl. og grænmeti)
kl.15:40, skokkaði í 20 mín. og svo 60 mín skvass (740 he)
kl.17:15, Gillian McKeith hemp seed bar
kl.19:00, sushi bakki frá Nings, borðaði ekki rúmlega helming af hrísgrjónunum
kl.21:00, 1 hörbó vanillubar (er nánast fíkn! :-/)
kl.22:45, 1 teskeið glútamín, og 1 teskeið klórófýll (e-ð nýtt úber efni sem ég er að prófa!!;o))

Monday, February 13, 2006

Bara smá lífsspeki;o)

Það eru tveir dagar í hverri viku sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af. Tveir dagar sem ættu að vera lausir við ótta og kvíða.
_______________
Annar er gærdagurinn…með sínum mistökum og áhyggjum, göllum og glappaskotum, sínum sársauka og kvölum.
Gærdagurinn er að eilífu liðinn og kominn úr okkar höndum. Allir peningar heimsins geta ekki gefið okkur gærdaginn aftur.
Við getum ekki tekið til baka það sem við gerðum í gær, né getum við þurrkað út eitt einasta orð sem við sögðum… Gærdagurinn er liðinn!
__________________
Hinn dagurinn sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af er morgundagurinn, með sínu ómögulega andstreymi, áhyggjum, sínum vongóðu fyrirheitum og lélegu framkvæmd.
Morgundagurinn er utan okkar seilingar.
Sól morgundagsins mun rísa annaðhvort í heiðskíru eða bak við skýjabakka,en hún mun rísa. Og þegar hún gerir það, eigum við ekkert undir deginum, því hann er enn ófæddur.
_________________
Því er aðeins einn dagur eftir "í dag".
Allir geta barist í orrustum eins dags.
Það er aðeins þegar við bætum við áhyggjum gærdagsins og morgundagsins sem við brotnum saman.
Það er ekki upplifun dagsins í dag sem skapraunar fólki, það er söknuðurinn eftir einhverju sem gerðist í gær og kvíðinn yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
Lifum því fyrir einn dag í einu.


-Höfundur ókunnur-

13.feb

kl.05:15 hafragrautur m/hunangi, fjölkornablöndu, nokkrum rúslum, soyjamjólk og hörfræolíu
kl.07:00 (vigtun) hitaði upp í róðravél, lyfti axlir og hendur, mjöööög góð æfing! sötraði hörbó te...
kl.08:45, 1 pera, 1 hörbóvanillu bar (gæti lifað á þessu, þetta er algjört nammi:-/en allavegna próteinríkt nammi;oþ) tók 2 stk.trefjatöflur, 1 acidophilus, 1 Astazan, og eco multi green fjölvít.
kl.11:45, BBQ Serrano, með auka kjúkl., en lítið af sýrðum rjóma og nachos
kl.14:00, 1 epli + nokkrar furuhnetur og sólkjarnafræ
kl.15:15, 1 hörbó vanillubar (oh verð að reyna að hemja mig! Borða bara max 1 á dag:-/)
kl.16:30, herbalife cappucino/vanillusjeik m/nokkrum kaffikornum útí, mixað í soyjamjólk
kl.20:45, gerði crucial mistök, leið of langur tími milli máltíð og ég borðaði alltof mikið:-/ Kjúklingatortilla m/piparosti, og restin af ammælisísnum í eftirrétt:-/ já og 2 toffísleikjóar..!

Sunday, February 12, 2006

sunnudagur, 12.feb


Vaknaði kl.12:45! (myndin er sko af barni sem er jafn sybbið og ég hef greinilega verið..! svo er það nottla líka soddan krútt, sem eins og flestir vita er nánast miðnafn undirritaðrar! ;oþ)

Kl.13:30, 1 epli, hafragrautur með hunangi, kanil, fjölkornablöndu og soyjamjólk
Kl.15:30, 1/2 herbö sjeik m/ weetabixi, banana, frosnum berjum og hörfræolíu
Kl.17:-18:15 handboltaleikur, spilaði í ca.50 mín. (rústuðum leiknum og kellan setti 9 slummur;oþ)
Kl.18:30, vanillu hörbó bar
Kl.19-20, skvass, kellan vann 4-3 eftir hörkuspennandi viðureign;o)
Kl.20:30, ca.3 lúkur vínber
Kl.20:45, 200 ml. gulrótar-og spínatsafi úr safpressunni góðu
Kl.21:15, restin af hörbósjeiknum

Saturday, February 11, 2006

Dagur 2

kl.08:30, 1 teskeið glútamín, 1 stk. acidophilus, 2 stk.trefjatöflur og 1 Astazan. Soldið mikið af vínberjum
(kl.09:00-10:30, þjálfaði handbolta...)
kl.10:45 1 Gillian McKeith hemp seed bar
kl.13:00 1 hörbó vanillu bar
kl.14:00, skvass í klukkutíma (sötraði nokkra sopa af catapult (kolvetnadrykkur með oggupons koffíni)
kl.16:30 lítill bragðarefur
kl.20:00 bland í poka fyrir 200 kall:-/ best að taka bara nammidaginn almennilega..! ;o)
frá kl.21-01:00, nokkrar saltstangir með ídýfu, oggupons ís (gat ekki borðað mikið af þessu (sem betur fer;oþ) þar sem við vorum tvær með 2 gríslinga sem kölluðu á óskipta athygli!)

Dagur 1, 10.febrúar 2006


Er ekki tilvalið að hafa afmælisdaginn sinn sem upphafsreit? Held nú bara það... (ákvað að setja mynd af afmælisbarninu frá því fyrir ca.25 árum!)

kl.05:10, vaknaði árinu eldri og fannst tilvalið að fá mér hafragraut í morgunmat;o)
Nota eingöngu gróft haframjöl/tröllahafra úr heilsubúðum (lífrænt ræktað) set útí hann smá soyjamjólk, hreinann kanil, örlítið hunang, nokkrar rúsínur og fjölkorna-blöndu.
kl.07:00, lyfti fætur, rosa góð æfing (drakk hörbó te).
kl.08:30, 1 Gillian McKeith hemp seed bar
kl.11:30, 1 glas gulrótarsafi úr safpressunni minni og aftur svona hafragrautur eins og í morgun
kl.13:00, skvass í klukkutíma
kl.14:30, 1 maximize protein bar (borða vanalega ekki svona mikið af próteinstöngum!)
kl.16:30 1 snúður + 3 bitar af súkkulaðikökunni hans Elmars
kl.19:30 kjúklingur og franskar (í tilefni dagsins;oþ)
kl.22:30 1 hörbó vanillubar