Fitness matseðill

Var beðin um sýnishorn af fitness "kött" matseðli, hérna er t.d smá dæmi:
Morgunmatur:
Hafragrautur
Próteinshake
Fitnessbrauð (fæst t.d í bakaríinu fyrir neðan Bónus á Smiðjuvegi, og svo í bakaríi í Auðbrekku minnir mig, hvorutveggja í Kópavogi) m/fitusnauðu áleggi (kjúkl.álegg t.d) og grænmeti, max 2 sneiðar.
Hádegismatur og kvöldmatur:
Kjúklingabringa/kalkúnabringa/fiskur/magurt kjöt (naut) (feitur fiskur (lax) OK 1-2x í viku)
M/ hrísgrjónum (ef þú borðar í hádeginu) og grænmeti (á kvöldin)
Ommeletta (8-10 eggjahvítur, mátt sulla hverju sem þér dettur í hug útí, nota t.d stundum grænmeti. Bragðbæti svo með oggupons bbq sósu
Mátt nota salsasósu, bbq og tómatsósu (framan af, tekið út þegar nær dregur móti. En bbq og tómats. þó í hófi)
(sama val í kvöldmat, getur skipt út annarri máltíðinni fyrir shake)
Millimáltíðir:
Próteinshake
Narta í grænmeti t.d rófur eða gulrætur
Salt og fitulaust popp (poppar sjálf/ur maís)
Próteinbar (tékka sykurinnihald!) helst low carb (carb sense)
Hrökkbrauð (t.d Burger, sem er lasut við sykur og ger) m/skynsamlegu áleggi (kotasæla í lagi fram að síðustu 3-4 vikunu,)
Hrískökur
Haframjöl, gróft
Ommeletta eins og að ofan
Mátt borða eins mikið af grænmeti og þú vilt
Svo er mjög gott að eiga hreint prótein til að taka á kvöldin (fyrir háttinn), og svo myndi ég taka 1 teskeið af hörfræolíu 2x á dag, það hjálpar til við að brenna fitu og húðinni að skreppa saman;o) (ég set olíuna alltaf útí sjeikinn minn, hún er alveg bragðlaus)
Vona að þetta hjálpi, svo er rosa gott að nota http://www.hot.is/ til að skrá niður og fylgjast með hlutföllum og næringargildi. Ágætt að miða við 40% kolv., 40% prót. og 20% fita.
Hafið samt í huga, ég er t.d mjög viðkvæm fyrir miklu próteináti, líður ekki vel af því þannig að það þarf að fylgjast með hvernig manni líður og þá prófa jafnvel að breyta hlutföllum og/eða skipta út fæðutegundum.
Good luck;o)