Sunday, February 26, 2006

Fitness matseðill


Var beðin um sýnishorn af fitness "kött" matseðli, hérna er t.d smá dæmi:

Morgunmatur:
Hafragrautur
Próteinshake
Fitnessbrauð (fæst t.d í bakaríinu fyrir neðan Bónus á Smiðjuvegi, og svo í bakaríi í Auðbrekku minnir mig, hvorutveggja í Kópavogi) m/fitusnauðu áleggi (kjúkl.álegg t.d) og grænmeti, max 2 sneiðar.


Hádegismatur og kvöldmatur:
Kjúklingabringa/kalkúnabringa/fiskur/magurt kjöt (naut) (feitur fiskur (lax) OK 1-2x í viku)
M/ hrísgrjónum (ef þú borðar í hádeginu) og grænmeti (á kvöldin)
Ommeletta (8-10 eggjahvítur, mátt sulla hverju sem þér dettur í hug útí, nota t.d stundum grænmeti. Bragðbæti svo með oggupons bbq sósu
Mátt nota salsasósu, bbq og tómatsósu (framan af, tekið út þegar nær dregur móti. En bbq og tómats. þó í hófi)
(sama val í kvöldmat, getur skipt út annarri máltíðinni fyrir shake)

Millimáltíðir:
Próteinshake
Narta í grænmeti t.d rófur eða gulrætur
Salt og fitulaust popp (poppar sjálf/ur maís)
Próteinbar (tékka sykurinnihald!) helst low carb (carb sense)
Hrökkbrauð (t.d Burger, sem er lasut við sykur og ger) m/skynsamlegu áleggi (kotasæla í lagi fram að síðustu 3-4 vikunu,)
Hrískökur
Haframjöl, gróft
Ommeletta eins og að ofan
Mátt borða eins mikið af grænmeti og þú vilt


Svo er mjög gott að eiga hreint prótein til að taka á kvöldin (fyrir háttinn), og svo myndi ég taka 1 teskeið af hörfræolíu 2x á dag, það hjálpar til við að brenna fitu og húðinni að skreppa saman;o) (ég set olíuna alltaf útí sjeikinn minn, hún er alveg bragðlaus)

Vona að þetta hjálpi, svo er rosa gott að nota http://www.hot.is/ til að skrá niður og fylgjast með hlutföllum og næringargildi. Ágætt að miða við 40% kolv., 40% prót. og 20% fita.

Hafið samt í huga, ég er t.d mjög viðkvæm fyrir miklu próteináti, líður ekki vel af því þannig að það þarf að fylgjast með hvernig manni líður og þá prófa jafnvel að breyta hlutföllum og/eða skipta út fæðutegundum.

Good luck;o)

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kærar þakkir en má ekki borða neina ávexti?

11:49 PM  
Blogger bjarneybje said...

Það er yfirleitt reynt að halda kolvetnamagninu soldið niðri þegar verið er að skera niður og ávaxtasykur er einsykra sem getur verið óhagstæður blóðsykrinum. Ertu að stefna á mót, eða bara að koma þér í sundlaugabakkaform?? ;o)

P.s ef þú ert kvk þá á að nota 5-6 eggjahvítur í ommelettu en 8-10 ef þú ert kk...

1:27 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl!!
Heyrðu hvað er hörfræolía??

4:05 AM  
Blogger bjarneybje said...

Það heitir Flax seed oil á ensku, það er olía unnin úr hörfræjum og er mjög rík af omega-3, og eitthvað af omega-6 og 9 líka. Virkar á svipaðan hátt og lýsi, en maður ropar henni ekki upp endalaust! En svona góð fita hjálpar manni að brenna fitu, er mjög góð fyrir húðina, og líka brilliant fyrir heilastarfsemina..! ;o)

10:59 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já frábært, hvar fær maður svona? Er þetta eitthvað frá eas eða bara keypt í heilsuhúsinu??

Kv.Ein svona sem les alltaf bloggið þitt en þekkir þig ekkert :)

5:45 PM  
Blogger bjarneybje said...

Ég kaupi þetta í Heilsuhúsinu og Maður lifandi.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað, gangi þér rosa vel;o)

2:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sæl Bjarney. Rakst á síðuna þína á vafri um síður fitness fólks. Sá á síðu Önnu Bellu að hennar matarprógram er heldur próteinríkara og kolvetnisminna en þitt. Reyndar finnst mér það rosalega lítið sem hún er að borða. Var bara að spá hvort það sé algengt eða hvort fleiri eru að gera þetta eins og þitt dæmi. Örugglega einstaklingsbundið. :)

Kv. ein áhugasöm

10:24 AM  
Blogger bjarneybje said...

Anna Bella fúnkerar mjög vel á háum próteinum og lágum kolvetnum. Ég verð hins vegar alveg ónýt í skapinu og þreytt og líður bara illa ef ég fæ ekki nægilega mikið af kolvetnum og ég þoli illa mikið prótein, verð uppþembd í maganum o.s.frv

Það eru til margar leiðir til að skera niður og margar kenningar í gangi, en svo er spurning hvað maður ætlar sér að gera með þetta, ertu að stefna á keppni eða að komast í kjörþyngd og HALDAST ÞAR??

En gaman að fá svona pælingar, maður þarf að skoða hlutina frá mörgum hliðum, vona að þér gangi sem allra best;o)

2:47 PM  

Post a Comment

<< Home